Færsluflokkur: Menntun og skóli
23.2.2010 | 13:18
Landafræði Evrópu
Ég hef verið mikið í landafræði síðust daga og ætla ég að blogga um það. Fyrst Byrjuðum við á því að lesa Evrópa-álfan okkar og vinna í hefti þar sem við áttum að svara spurningum sem var mjög leiðinlegt.
Síðann tók ég nokkur lesskilningspróf sem var alveg smá erfitt og var ennþá leiðinlegra en hitt. Síðann fór ég að vinna í powerpoint um Rússland sem var skemmtilegri en hin verkefnin, eftir það fór ég að vinna með photostory sem mér fannst vera mjög leiðinlegt forrit og ömurlegt því að í rauninu er windows movie maker betri en photostory.
Hér eru nokkrir hlutir sem mig langaði að vita:
-Eitthvað um Frakkland
-Eitthvað um Ítalíu
-Eitthvað um Grikkland
Og hérna eru nokkrir hlutir sem ég veit um Evrópu núna:
-Elbrus er stærsta fjall í Evrópu
-Það eru bara 2 lönd sem snerta Atlantshaf og Miðjarðarhaf
-og margt margt meira
Mér fannst þetta yfir allt vera leiðinlegt því þetta voru leiðinleg verkefni
16.12.2009 | 10:26
Verk og list (way-out-last)
Saumar
við byrjuðum í að sauma þar sem við áttum að sauma náttbuxur þar sem gekk ágætlega fyrir mig, ekki náði ég alveg að klára buxurnar enn var mjög nálægt því
Heimilisfræði
Næst fórum við í heimilisfræði þar sem við elduðum margt og mikið gott
heimilisfræði hefur verið það skemmtilegasta af því sem ég gert í verk og list og hlakka til næst þegar ég fer í það.
Smíði
Ég er bara nýbyrjaður í smíði og það er alveg ágæt, við fengum að ráða hvort við gerðum árabát eða ávaxtabakka.
Ég vona að það verði margt annað jafn skemmtilegt og þetta!
takk fyrir mig!
15.12.2009 | 10:57
Samfélagsfræði(Say-fail-agsfræði)
Ég var að læra um árin í Íslandssöguna frá 870 til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var kristnitakan. Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst helstur hét Ísleifur en hann var biskup í Skálholtsbiskupadæmi. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er því að hann var fyrsti biskupinn á Íslandi.
P.S. eRu EkkI AlLir Í sTuÐi mA'r ¿
27.5.2009 | 14:00
Hringekja
Hæ aftur
Allt skólaárið erum við búinn að vera í hringekju og val og á ég að segja skoðun mín á það. Mín skoðun er að þetta var mjög skemmtilegt og ég vona að þetta verður aftur næsta ár.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2009 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 13:19
Myndband
Hæ
Ég átti að velja eitt af Norðulöndunum og ég valdi Finnland því mig langaði að læra um það.
Ég átti líka að velja hvort ég vildi gera powerpoint eða movie maker og ég valdi að gera movie maker því að mér finnst það skemmtilegri. Við byrjuðum á því að gera uppkast og afla okkur upplýsinga. Síðann gerði ég þetta í movie maker. Eftir það máttum við setja lag inná ef við vildum en urðum að koma með það heima frá og ég gerði ekki það. Síðan áttum við að setja þetta á youtube og blogga síðan um það eins og sést. Hérna er myndbandið
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 12:36
Þemavika
Ég er að skrifa um þemaviku sem var í skólanum. Þeman var heimsálfurnar en við fjölluðum 5 heimsálfur
Í Norður-Ameríku fórum við í hafnabolta sem var skemmtilegast, Síðan gerðum við margt annað.
Í Asíu fræddumst við um margt en það skemmtilegasta var að baka Naan brauð.
Í Suður-Ameríku var skemmtilegast að mála eitthvað tengt Suður-Ameríku og að gera vinabönd.
Í Afríku lituðum við og var það skemmtilegast, síðan horfðum powerpoint show og gerðum margt annað
í Eyjálfu gerðum við boomerang sem var skemmtilegast, síðann gerðum við margt annað.
Eins og þið sjáið þá gerðum við margt og var þetta líka mjög skemmtilegt.
5.3.2009 | 14:10
Leikrit
Hæ!
Núna á ég að skrifa um leikrit sem allir í 6 bekk gerðu
Við byrjuðum á því að skipta okkur í hópa og hver hópur gerði handrit fyrir 1 kafla. Síðan var ákveðið hverjir léku hvað og ég átti að gera leikskrá með Franklín. Seinna buðum við 1,2 og 3 bekk á sýninguna og eftir það foreldrum okkar. Þetta var mjög gaman og skemmtilegt
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 12:37
Snorra saga
Hæ! Ég hef verið að lesa um Snorra saga sem var mjög skemmtileg, Hún var mjög spennandi og ég fór líka í ferð til Reykholts þar sem við fengum að sjá Snorra laug. Mér fannst Snorri mjög klókur, slægjur og voldugur, mér fannst það mjög skrýtið þessa endalausa valdabaráttu fyrir land og eignir. Snorri átti 3 bræður en hann ólst upp hjá Oddum. Snorri hafði mikið gaman af að skrifa og skálda ljóð. hann dó árið 1241.
11.12.2008 | 14:18
Egla skólaverkefni
Hæhæ, núna á ég að bloga um skólaverkefnin okkar um Eglu
Ég átti að velja verkefni í hópi sem kennararnir ákváðu. Minn hópur byrjaði á að gera stuttmynd um ljóðið Sonartorrek sem Egill samdi þegar hann missti 2 syni sína. Næst gerðum við miðaldarbæ í 3-vídd og knörr í 3-vídd. Síðan gerðum við súlurit um hvað marga Egill drap, það tók minnsta tímann. Sonartorrek myndbandið var valið best af þessum 3 verkefnum svo við eigum að kynna það á foreldrakynningu
mér fannst þetta bara ágætt að vinna í hópum.
14.11.2008 | 13:25
Movie Maker
í skólanum áttum við að búa til myndband í Movie maker, fyrst vorum við að leita að myndum á Flickr.com og google myndaleit, þegar við vorum búinn með það fórum við í Windows Movie Maker fórum að búa til myndbandið. Síðan áttum við að búa til youtube account og setja þetta inná youtube.com, þetta er myndbandið